*

Tíska og hönnun 17. janúar 2019

Rihanna stefnir föður sínum

Söngkonan Rihanna hefur stefnt föður sínum og segir hann þykjast vera viðskiptafélagi dóttur sinnar.

Söngkonan Rihanna hefur stefnt föður sínum og sakar hann um að reyna að hagnast með því að halda því ranglega fram að hann sé viðskiptafélagi dóttur sinnar. BBC greinir frá.

Rihanna segir að föður sinn, Ronald Fenty, og viðskiptafélagi hans hafi í haldið því fram að hún væri tengd fyrirtækinu Fenty Entertainment sem þeir reka. Fenty er einnig nafn á snyrtivörulínu Rihönnu.

Samband feðginanna er afar stirt. Fenty Entertainment er sagt hafa unnið að því að bóka söngkonuna á tónleikaferðalag í Suður-Ameríku að henni forspurðri og að á heimasíðu fyrirtækisins hafi verið fullyrt að Rihanna væri einn af stofnendum fyrirtækisins.