*

Sport & peningar 26. maí 2012

Ríkasti keppnisökumaður heims til Mónakó

Michael Schumacher er ríkastur allra keppnisökumanna. Hann tekur þátt í Mónakó kappakstrinum á morgun.

Michael Schumacher er næst ríkasti íþróttamaður heims og lang ríkasti keppnisökumaður í heimi. Eru eignir hans metnar á 824 milljónir Bandaríkjadala, um 107 milljarða króna.

Schumacher hefur átt í talsverðum vanda á tímabilinu. Bíllinn slítur dekkjunum meira en eðlilegt er og þessi sigursælasti ökumaður F1 hefur gert mörg mistök. Þetta er lakasta byrjun Schumachers á tímabili, en þetta er hans 18. keppnistímabil.

Fimm keppnum er lokið og árangur Schumachers arfaslakur. Hann hefur aðeins lokið keppni tvisvar, í 10 sæti í bæði skipti. Í Katalóníukappakstrinum í Barcelona gerði Schumacher algjör byrjendamistök þegar hann ók aftan á Bruno Senna og varð að hætta keppni.

Mónakó kappaksturinn

Mónakó kappasturinn fer fram á morgun og fer ræsingin fram kl 12. Schumacher er ásamt öðrum ökumönnum að búa sig undir tímatökurnar sem fara fram í hádeginu í dag. 

Þetta er einn stærsti viðburðurinn í F1 mótaröðinni en til borgríkisins kemur mikill fjöldi fræga og ríka fólksins.

Þá kemur í ljós hvort Schumacher nær að snúa vörn í sókn. Hér má sjá myndir og myndbönd frá brautinni í Mónakó.

Uppfært kl 13.09. Micheal Schumacher varð fyrstur í tímatökum sem lauk rétt í þessu. Hann færist hins vegar niður um 5. sæti vegna mistakanna í Barcelona fyrir tveimur vikum.

 

 

 

 

 

 

 

Myndböndin eru frá árinu 1970 og svo fjörutíu árum seinna, árið 2010.