*

Menning & listir 28. nóvember 2015

Ríkasti Rússinn í búri

Bill Browder byggði upp risastóran fjárfestingarsjóð í Rússlandi til þess eins að sjá Pútin Rússlandsforseta hrifsa hann af honum.

Kári Finnsson

Hann er barnabarn formanns bandaríska kommúnistaflokksins og ákvað þess vegna að verða stærsti kapítalistinn í Austur Evrópu. Bill Browder var lengi vel þekktur fyrir að stýra Hermitage Capital, gríð­arstórum fjárfestingarsjóði sem fjárfesti í rússneskum fyrirtækjum á tíunda áratugnum. Þegar Vladimír Pútin tók við sem Rússlandsforseti árið 2000 virtist sem svo að Browder hefði öðlast mikilvægan bandamann þegar hann hóf að berjast fyrir bættum viðskiptaháttum í Rússlandi og gegn spilltum ólígörkum.

Allt þetta breyttist árið 2004 þegar ríkasti maður Rússlands, Mikhail Khodorkovskí, var handtekinn fyrir fjársvik. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er fyrir ólígarka að horfa á ríkasta og einn valdamesta Rússann í búri við réttarhöld,“ segir Browder. „Þeir fóru hver á eftir öðrum til Pútins og spurðu hann einfaldlega hvað þeir gætu gert til að lenda ekki í sömu aðstöðu. Hans svar var einfalt: 50%.“

Stuttu síðar var spjótunum beint að Browder sjálfum. Um leið og hagsmunir hans og Pútins lágu ekki lengur saman var Browder gerður brottrækur frá Rússlandi. Það var 13. nóvember árið 2005 og hann hefur ekki snúið aftur til Rússlands. Bók hans, „Eftirlýstur“, sem kom nýlega í íslenskri þýðingu en heitir á frummálinu „Red Notice“, fjallar um þessar raunir Browders og baráttu hans gegn spillingu í Rússlandi og ógnarstjórn Pútins.

Nánar er rætt við Browder í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgst pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.