*

Menning & listir 26. maí 2012

Ríkið græðir milljónir á Bryan Ferry

3,9 milljónir í beinar skattekjur auk annarra óbeinna skatttekna.

Ríkissjóður fær um 3,9 milljónir í beinar skatttekjur vegna tónleika Bryan Ferry sem fram fara í Hörpunni á sunnudag og mánudag.

Þá eru ótaldar óbeinar skatttekjur vegna annarra útgjalda skipuleggjenda, á borð við kostnað vegna flugs og hótelgistingar fyrir Bryan Ferry og fylgdarliðs hans. Fylgdarlið Ferry telur á fjórða tug tónlistar- og tæknimanna.

Ljóst er að ríkissjóður nýtur góðs af komu hinnar 66 ára gömlu poppstjörnu sem gerði garðinn frægan í hljómsveitinni Roxy Music. Þess má geta að 40 eru liðin frá því að fyrsta plata Roxy Music, sem er samnefnd hljómsveitinni, var gefin út. Tónleikarnir marka upphafa Mandela Days Reykjavík og eru í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík sem fer fram þessa dagana og stendur til 3. júní.