*

Hitt og þetta 13. ágúst 2013

Ríkir eyða milljörðum í ferðalög

Auðugustu einstaklingar Bandaríkjanna eyða um 12 milljónum króna á ári í ferðalög.

Auðugustu einstaklingar í heimi eyða sem svarar til 480 milljörðum íslenskra króna, um fjögurra milljarða dala, á ári í ferðalög. Þetta á við um 200 þúsund einstaklinga sem eiga eignir upp á 30 milljónir dala eða meira. Það gera 3,6 milljarða króna eða meira. Meðaleyðslan á mann í ferðalögum nema um 100 þúsund dölum á ári, um 12 milljónum króna.

Bandaríska tímaritið Forbes segir fólk sem situr á veskjum af þeirri stærðargráðu sem nefnd var hér að ofan ferðast á allt annan máta en meðaljóninn. Fólkið ferðast um í glæsikerrum, einkaþotum, gistir á dýrum hótelum, sækir í munaðarvöruverslanir og leitast eftir því að prófa eitt og annað sem alla jafna er ekki í boði, s.s. að fljúga herþotum í Rússlandi. Helstu áfangastaðir efnafólksins að sögn Forbes eru Ísland, Noregur, Suður-Afríka, Brasilía, Perú, Nepal, Alaska, Kanada, Nýja Sjáland og Chile.

Nánar má lesa um ferðalög ríka fólksins á vef Forbes.

Stikkorð: Ferðalög