*

Hitt og þetta 2. janúar 2016

Ríkustu menn sögunnar

Enginn núlifandi einstaklingur kemst á lista tímaritsins Time yfir fimm ríkustu menn sögunnar.

Bjarni Ólafsson

Leitin að svarinu við spurningunni hver hafi verið ríkasti maður sögunnar er flókin. Ein leið er að skoða hversu mikla orku hver maður ræður yfir á hverjum degi, því með því móti er hægt að taka með í reikninginn tæknilega framþróun. Í grein í tímaritinu Time segir Ian Morris, sagnfræðiprófessor við Stanford háskóla, að gera megi ráð fyrir því að venjulegur veiðimaður fyrir daga siðmenningar hafi getað aflað um 5.000-10.000 kaloría á dag.

Með tilkomu landbúnaðar hækkaði þessi tala í um 10.000 kaloríur og á tímum rómverska keisaradæmisins hafi talan hækkað í um 30.000 kaloríur. Meðalmaðurinn á Vesturlöndum í dag brennir hins vegar um 230.000 kaloríum á dag, þegar öll okkar orkunotkun er tekin saman. Hann notar því um átta sinnum meiri orku en Rómverjinn og um 23 sinnum meiri orku en frummaðurinn. „Við erum í raun öll rík,“ segir Morris. „Það er ástæða þess að líf okkar er svo frábrugðið lífi forfeðra okkar.“

Hér fyrir neðan er listinn yfir ríkustu menn sögunnar að mati tímaritsins Time en nánari umfjöllun um þá er að finna í tímaritinu Áramót sem kom út 30. desember síðastliðinn.

1. Mansu Musa, Konungur Timbuktú í Malí

2. Ágústus Sesar, Rómarkeisari

3. Shenzong, Kínakeisari

4. Akbar fyrsti, Keisari í Indlandi

5. Jósef Stalín, Einræðisherra í Sovétríkjunum

Nánar er fjallað um málið í tímaritinu Áramót sem kom út 30. desember síðastliðinn. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Time  • Jósef Stalín  • Mansu Musa  • Ian Morris