*

Sport & peningar 2. mars 2016

Ris & fall Rondu

Enginn virtist geta stöðvað hina ógurlegu Rondu Rousey þar til Holly Holm kom allri heimsbyggðinni á óvart eitt vetrarkvöld í Melbourne í Ástralíu.

Alexander Freyr Einarsso

Hún var skærasta stjarna UFC bardagadeildarinnar. Hún var ógnvekjandi. Hún var ósigrandi. En á innan við sex mínútum var öll áran í kringum Rondu Rousey horfin þegar Holly Holm steinrotaði hana með sparki í höfuðið 15. nóvember 2015 eftir að hafa barið hana sundur og saman í búrinu í Ástralíu.

Ronda byrjaði að æfa júdó 11 ára gömul og æfði með móður sinni þar til hún varð 13 ára gömul. Það samstarf endaði snögglega þegar sú litla úlnliðsbraut móðurina. Hún átti farsælan júdóferil en hætti 21 árs gömul eftir að hafa unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 í Peking. Það var þá sem hún ákvað að skipta yfir í blandaðar bardagaíþróttir og sú ákvörðun átti eftir að breyta lífi hennar.

Fór létt með alla bardaga

Eftir Ólympíuleikana leigði Ronda íbúð á Venice Beach ásamt meðleigjanda og vann á þremur stöðum sem barþjónn og gengilbeina til að framfleyta sjálfri sér og hundinum sínum. Hinn 6. ágúst 2010 keppti hún í fyrsta skiptið í MMA og kláraði andstæðing sinn, Hayden Munoz, á 23 sekúndum. Fyrsta atvinnubardagann sigraði Ronda á 25 sekúndum 27. mars ári síðar. Stuttu seinna mætti hún sparkboxmeistaranum Charmaine Tweet og kláraði hana á 49 sekúndum.

Alla þessa bardaga og fleiri til sigraði hún á undir mínútu með svokölluðu „armbar“, eða handlási. Hinn 3. mars 2012 varð hún Strikeforce meistari með sannfærandi sigri á Mieshu Tate, en þær tvær höfðu verið miklar óvinkonur frá því talsvert fyrir bardagann og eru það enn í dag. Í nóvember sama ár varð Rousey fyrsta konan til að semja við UFC og þar með varð til kvennadeild í keppninni.

Nánar er fjallað um feril Rondu Rousey í Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: UFC  • MMA  • Holly Holm  • Ronda Rousey