*

Menning & listir 24. mars 2013

Ris listamessunnar

Listamessum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Sú stærsta var haldin í Maastricht um liðna helgi.

Flestar iðngreinar hafa einhvers konar kaupstefnu á sínum snærum, þar sem framleiðendur geta sýnt vörur sínar, kynnst kollegum hvaðanæva úr heiminum og spreytt sig á að mynda alþjóðleg tengslanet. Myndlistin er engin undantekning í þessum efnum, en þar sem hún er ekki eins og hver önnur söluvara, þá er listamessan heldur ekki eins og hver önnur kaupstefna.

Áætlað er að árlega séu haldnar um 288 listamessur víðsvegar um heiminn sem er gríðarleg aukning frá árinu 2000 þegar þær voru aðeins 38 talsins. Þessi þróun er samstiga aukinni alþjóðavæðingu í listheiminum og gífurlegum vexti listmarkaðarins í heild.

TEFAF (The European Fine Art Foundation) listamessan í Maastricht er talin sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, en hún var opnuð almenningi síðastliðinn föstudag eftir fjölsótta einkaopnun kvöldinu áður fyrir þotulið listaheimsins. TEFAF er nokkuð sérstök hátíð sem hefur margt annað fram að færa en aðeins myndlist. Í yfir 31.000 fermetra sýningarrýminu er að finna allt frá málverkum gömlu og nýju meistaranna, höggmyndum og fágætum bókum til verðmætra húsgagna og skartgripa.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Listamessa