*

Veiði 18. maí 2014

Risafiskur í Þingvallavatni

Einhver stærsti, ef ekki sá stærsti, urriði sem veiðst hefur á flugu var dreginn á land við Þingvallavatn fyrir skömmu.


Stefán Kristjánsson veiðimaður veiddi í síðustu viku einhvern stærsta, ef ekki þann stærsta, silung sem veiðst hefur á flugu á Íslandi.

Fiskurinn veiddist í Þingvallavatni fyrir landi sem ION hótel hefur yfir að ráða. Þetta var urriða hrygna, sem mældist 100 sentímetra löng og 63 sentímetrar yfir kviðinn.

Stefán, sem hefur meðal annars verið leiðsögumaður í Víðidalsá, segir í samtali við Viðskiptablaðið að hrygnan hafi líklega verið yfir 30 pund. Hún hafi tekið Black Ghost sonker númer 2. Hrygnunni var að „sjálfsögðu sleppt" segir Stefán.

Stikkorð: Veiði