*

Tölvur & tækni 21. nóvember 2013

Risasjónvarp Sony með fjórfalda háskerpu

Nýjasta sjónvarpið frá Sony er risastórt og kostar skildinginn.

Sony 4k sjónvarpstæki, sem er með fjórfaldri upplausn miðað við háskerputækni, er komið til landsins. Sjónvarpið er engin smásmíði og kostar skildinginn. Skjárinn er 55 tommur og kostar um eina milljón krónur.

Haft er eftir Eyjólfi Jóhannsyni, vörustjóra hjá Nýherja, sem rekur Sony Center, í tilkynningu að myndgæðin í sjónvarpinu séu engu lík auk þess sem tækið er með eitt besta hljóðkerfi sem þekkist í sjónvarpi. 

Sjónvarpið er eins og sumar græjur núorðið hægt að tengja við net og auk þess sem hægt er að tengja það við staðarnet (Wi-Fi) Það þýðir að hægt er að tengja sjónvarpið við heimilistölvur sem tengdar eru sama neti og hægt að spila þráðlaust af þeim mynd og hljóðefni.

„Einnig er hægt að kaupa útbúnað og nota sjónvarpið sem Skype síma. Það er ljóst að nú er sjónvarpið loks orðin miðstöð fyrir allt hljóð og myndefni heimilisins  auk þess sem það gerir mögulegt að að tengjast daglegum athöfnum á internetinu án vandamála,“ segir Eyjólfur.

Stikkorð: Sony  • Sjónvarp  • Sony Center