*

Sport & peningar 10. september 2018

Risaskjár á æfingasvæðinu

Þýska knattspyrnuliðið Hoffenheim færir töflufundina úr fundarsalnum og á æfingasvæðið.

Þjóðverjar hafa oft staðið mjög framarlega þegar kemur að tækninýjungum. Nú hefur þýska knattspyrnuliðið Hoffenheim látið reisa risa-sjónvarpsskjá á æfingasvæði sínu.

Ástæðan fyrir þessu er að forsvarsmenn liðsins vilja færa „töflufundina“ úr fundarsalnum og á æfingasvæðið. Hægt verður að sýna brot úr leikjum á skjánum en einnig verða fjórar myndavélar á æfingavellinum, sem geta sýnt æfinguna í rauntíma. Þjálfararnir verða með sjónvarpsfjarstýringar og geta þannig spólað fram og til baka og kennt leikmönnum.