*

Bílar 21. október 2020

Risasmár Yaris mættur

Fjórða kynslóð Toyota Yaris er komin til landsins en ríflega 14 þúsund slikir bílar hafa verið skráðir hér á landi.

Róbert Róbertsson

Fjórða kynslóð Toyota Yaris er mættur til leiks og komin í sýningarsali hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ á Akureyri og Selfossi þar sem einnig má reynsluaka þessum sívinsæla bíl.

Yaris kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999 og var frumsýndur á Íslandi í mars það ár. Bíllinn sló rækilega í gegn frá fyrsta degi og markaði það upphafið að velgengni Yaris á íslenskum bílamarkaði sem stendur enn.

Alls hafa 14.074 Yarisar verið skráðir hér á landi og af þeim eru 11.609 eða 82,5% enn í notkun. Tölurnar sýna að Yaris hefur verið einn vinsælasti bíllinn á Íslandi og allar líkur eru á að svo verði áfram þegar fjórða kynslóðin fer að sjást á götunum og setja svip sinn á umferðina.

Oft hefur verið sagt um Yaris að hann sé risasmár og það á einnig við um nýjan Yaris sem tekur ekki mikið pláss á götunni en rúmar samt nýja spræka bensínvél, Hybridkerfið sem tryggir lítinn útblástur og litla bensíneyðslu, Toyota Safety Sense öryggiskerfið, farangur og fjóra farþega auk ökumanns.

Nýr Yaris er fáanlegur í nokkrum útfærslum og auðvelt er að sníða bílinn að þörfum hvers og eins. Verð á Yaris með 1.0l bensínvél er frá 3.240.000 kr. Yaris með 1.5l bensínvél og Yaris Hybrid kostar frá 3.770.000 kr.

Stikkorð: Toyota  • Yaris