*

Tölvur & tækni 11. júní 2015

Risaspjaldtölva Microsoft væntanleg í júlí

Dýrasta útgáfan af Microsoft Surface Hub kostar 2,6 milljónir íslenskra króna.

Microsoft Surface Hub er væntanlegur í júlí milli þess að vera risasspjaldtalva og tússtafla. Dýrasta útgáfan er 84 tommu stærðin sem er með 4K últrá hágæða skjá og kostar 20 þúsund dollara eða um 2,6 milljónir króna. Minni útgáfan er 55 tommur með 1080 p skjá og er byrjunarverð hennar 7 þúsund dollarar eða 929 þúsund krónur.

Surface Hub á að vera næst kynslóð skrifstofukjarna sem nota má fyrir vídeó símtöl, rauntíma samvinnu á verkefnum og fyrir kynningar. Eitt Hub getur komið í stað skjávarpa, vídeó og símafundatækni, auk þess að koma í stað tússtöflu.

Hubbið getur líka verið notað til að heilla viðskiptavini. Margir geta krotað á skjáinn í einu meira að segja þegar verið er að vinna í rauntíma með þátttakendum sem eru fjarverandi. 

Hubbið styðst við Windows 10 og er með öll Office forritin auk Skype og OneNote. Bæði er hægt að stjórna Hubbinu með fingrunum og með snjallsímum eða spjaldtölvu.

Stikkorð: spjaldtölvur  • microsoft