*

Tíska og hönnun 13. nóvember 2013

Risastór þakíbúð í hjarta Parísar

Hér er komin íbúð í hjarta Parísar sem þykir hafa mjög óvenjulegt og gott útsýni yfir Eiffelturninn.

Í sextánda hverfi í París er dýrindis þakíbúð til sölu. Miðað við íbúðir í miðborg Parísar þá er íbúðin gríðarlega stór eða 780 fermetrar auk 315 fermetra verandar. Íbúðin kostar 25 milljónir evra eða 4,125 milljarða króna. 

Í henni er stórt móttökuhol og stofa með útsýni yfir Effelturninn en sjónarhornið þykir óvenjulegt og sérstakt. Þá eru einnig sex svefnherbergi og sex baðherbergi í íbúðinni auk sánu, heilsulindar og líkamsræktarherbergis. Í bílakjallaranum er pláss fyrir tvo bíla. Sjá nánari upplýsingar hér á vef fasteignasölunnar.