*

Matur og vín 19. maí 2013

Riscal Reserva stökk upp á við

Spánn er góður áfangastaður fyrir vínhneigða Íslendinga svo lengi sem þeir líta út fyrir fjölmennustu ferðamannastaðina.

Nýlega var hér staddur hér á landi „Íslandsvinurinn” Jose Luis Muguiro sem jafnframt er einn af aðaleigendum fjölskyldufyrirtækisins Marquis de Riscal sem er Íslendingum að góðu kunnugt enda hafa vín fyrirtækisins verið seld í einokunarverslunum ÁTVR um langt skeið.

Fyrirtækið hefur átt talsverðri velgengni að fagna, stækkað ört og flytur nú út um 75% af framleiðslunni. Í tilefni af heimsókninni þáði Vín og vindlar boð um að smakka á vínum fyrirtækisins á Hótel Holti. Fyrst var boðið upp á rósavín og hvítvínið Rueda 2012 úr hinni framandi þrúgu Verdejo. Hvorutveggja ljómandi fordrykkjarvín á vægu verði sem hægt er að mæla með.

Því næst kom Sauvignon Blanc sem verður að teljast alvöru matarvín, þurrt en með góðum ávaxtakeim. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsaðilanum verður þetta vín á tilboðsverði kr. 1.990 sem hlýtur að teljast frábær kaup.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Spánn  • Vín og vindlar  • Spánn  • Riscal Reserva