*

Veiði 29. ágúst 2014

Ritstjóri landaði stórlaxi

Ritstjóri fluguveiðitímaritsins The Drake veiddi víða um land þegar hann var á ferð hér á dögunum.

Tom Bie, ritstjóri bandaríska fluguveiðitímaritsins The Drake, var á landinu í fyrir skömmu. Hann flaug til landsins frá Denver á sunnudagskvöldið og tíu tímum síðar var hann búinn að landa laxi í Brúarstreng í Laxá í Aðaldal. Hann setti einnig í stórlax í Hólmatagli, sem menn skjóta á að hafi verið 20-25 pund en missti.

Bie veiddi einnig í Selá og Fljótaá. Í síðarnefndu ánni landaði hann 98 sentimetra laxi í Berghyl eins og sést á myndinni hér til hliðar. Grein um stangaveiði á Íslandi mun birtast í The Drake innan skamms. Hægt er að skoða tímaritið á vefsíðunni drakemag.com.

Stikkorð: Tom Biem  • Tom Bie  • The Drake