
Mikil aukning hefur orðið á sölu af Range Rover jeppum milli ára. Alls hafa 35 jeppar selst það sem er af er ári hjá B&L en árið 2013 seldust tuttugu bílar af sömu gerð. Því er um 75 prósent aukningu að ræða á milli ára. Þessu greinir Vísir frá.
Range Rover tilheyrir Land Rover línunni en í henni hafa selst 104 bílar á árinu. Í þeirri línu er Land Rover Discovery langvinsælastur en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst í ár í samanburði við 44 á sama tíma í fyrra. Land Rover Discovery kostar nýr 11,4 milljónir króna.
Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru 19 þeirra Range Rover Sport sem kostar 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Tveir Range Rover hafa selst í dýrasta flokknum það sem af er ári en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna.