*

Sport & peningar 24. nóvember 2013

Rjúpnavertíðinni lokið

Sölubann hefur skilað þvi að veiðimenn ganga ekki eins mikið á rjúpnastofninn og áður.

Rjúpnaveiðinni lauk um síðustu helgi en leyft var að veiða í 12 daga eða fjórar helgar, frá föstudegi fram á sunnudag. Á vef Umhverfisstofnunar segir að undanfarin ár hafi verið lögð áhersla á þrjú atriði í veiðistjórnun. Sóknardögum hafi verið fækkað, sölubanni komið á og biðlað til veiðimanna að sýna hófsemi í veiði og drepa ekki nema 6 til 7 rjúpur hver.

Af þessum þremur atriðum er talið að sölubannið og hvatningarátakið hafi skilað mestum árangri. Áður en sölubannið var sett á veiddu veiðimenn um 25 til 30 prósent veiðistofnsins en þetta hlutfall er komið niður í 10 prósent.

Stikkorð: Rjúpa