*

Hitt og þetta 1. mars 2006

Robbie Williams kaupir í Port Vale

Breski poppsöngvarinn Robbie Williams hefur keypt hlut í knattspyrnufélaginu Port Vale, sem leikur í 2. deild í ensku knattspyrnunni en félagið kemur frá bænum Stoke On Trent. Fjárfesting Williams er ekki mikil en hann mun þó hafa keypt fyrir 30 milljónir króna. Williams er fæddur og uppalinn á heimaslóðum Port Vale í Burslem í Stoke og hefur verið dyggur stuðningsmaður félagsins frá barnæsku. Sem kunnugt er þá eiga íslenskir fjárfestar í Stoke liðinu í sama bæ en mikill rígur er á milli liðana.