*

Hitt og þetta 18. júlí 2013

Robert Downey Jr. gullkálfurinn í Hollywood

Leikarinn Robert Downey Jr. er hæstlaunaðasti leikarinn í Hollywood. Myndir hans græða tugi milljarða króna og allir vilja ráða hann.

Robert Downey Jr. er sannkallaður gullkálfur ef marka má sölutölur kvikmynda hans. Hann hefur leikið í sex myndum sem hafa grætt 500 milljónir dala eða 60,8 milljarða króna hver.

Hann er því skiljanlega einn eftirsóttasti leikarinn í Hollywood þar sem hvert einasta kvikmyndaver í bænum vill ráða hann. Hann er hæstlaunaðasti leikarinn í Hollywood og þénaði 75 milljónir dala frá júní 2012 til júní 2013.

Þetta þykir merkilegt í ljósi þess að fyrir nokkrum árum þorðu fáir að ráða hann vegna eiturlyfjaneyslu hans. En Robert sneri við blaðinu þegar hann tók að sér aðalhlutverkið í Iron Man. Fyrsta myndin tók inn 585 milljón dali og með öllum sölutölum tók myndin yfir 2,4 milljarða dala. Síðan kom The Avengers. Hún var þriðja tekjuhæsta mynd allra tíma og græddi 1,5 milljarða dala. 

Fjallað er um málið á Forbes.com og fleiri tekjuháa leikara í Hollywood.

Stikkorð: Hollywood  • The Avengers  • Kvikmyndir  • Iron Man  • Robert Downey Jr