*

Veiði 26. júní 2014

Róleg byrjun á laxveiðinni

Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun segir seiðaárgangana sem fóru í sjó í fyrra mjög sterka.

Trausti Hafliðason

Laxveiðin hefur farið frekar rólega af stað í sumar með einstaka undantekningum þó eins og gengur. „Við erum með teljara í nokkrum ám og laxagangan er í rólegri kantinum – það er samt enginn ástæða til að örvænta strax,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun.

„Seiðaárgangarnir sem fóru í sjó í fyrra eru í flestum tilfellum mjög sterkir en síðan er spurningin auðvitað sú hvað skilar sér til baka úr hafi,“ segir hann.

Hinn svokallaði Jónsmessustraumur verður á laugardaginn og telja margir veiðimenn að þá muni koma í ljós hvort smálaxinn skili sér í árnar.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.