*

Bílar 24. janúar 2013

Rolls Royce birtir fyrstu myndina af nýjum bíl

Breski bílaframleiðandinn segir bílinn vera þann kraftmesta í sögu fyrirtækisins.

Bresku bílaverksmiðjurnar Rolls Royce birtu fyrstu myndina af nýjum bíl sem verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun mars. 

Bíllinn ber heitið Wraith og af myndinni af dæma er um tveggja dyra sportbíl að ræða.

Framleiðandinn hefur fátt sagt um bílinn annað en hann sé kraftmesti bíll í sögu fyrirtækisins.

Wraith merkir draugur en Rolls Royce framleiddi bíl undir nafninu árin 1938-1939 í 492 eintökum. Það tók hann 16,4 sekúndur að komast á 80 km hraða, á klukkustund, enda aðeins með 90 hestafla vél.