*

Hleð spilara...
Bílar 6. mars 2013

Rolls Royce frumsýnir nýjan draug

Wraith er fallegur sportbíll sem ætlaður er til hraðaksturs.

Lúxusbílaframleiðandinn Rolls Royce frumsýndi í gær ánýjan tveggja sæta sportbíl á bílasýningunni í Genf. Wraith merkir draugur á skosku.

Útlit bílsins er nokkuð frábrugðið öðrum bílum bílaframleiðandans. Sérstaka athygli vekur bogadregið þakið.

Bíllinn er smíðaður til að fara hratt. Það tekur aðeins 4,4 sekúndur að komast á 100 kílómetra hraða.

Bíllinn er ekki gefins frekar en aðrir Rollsar. Hann kostar 245 þúsund evrur, rétt tæpar 40 milljónir króna, í Evrópu. Ef einhver er að velta fyrir sér að flytja hann inn til Íslands, þá má ætla að vagninn kosti 70-80 milljónir króna.

Ekki er annað hægt að segja en að bíllinn sé rennilegur.

Frágangurinn er glæsilegur.

Gott pláss er fyrir farþega.

Stikkorð: Rolls Royce