*

Bílar 6. september 2012

Rolls Royce hannar rafmagnsbíl

Lúxusbílarisinn Rolls Royce prófar í næsta mánuði rafmagnsbíl fyrir efnafólk.

Bílaframleiðendur heimsins keppast við að þróa nýjungar sem eru orkusparandi og umhverfisvænar. Hingað til hefur Rolls Royce lúxusbílaframleiðandinn ekki verrið mikið að spá í þessa hluti en það virðist nú vera að breytast. Breski lúxusbílaframleiðandinn er nú að hanna nýjan bíl sem ber heitið 102EX. Um er að ræða frumgerð sem einungis er framleidd í einu eintaki. Rolls Royce hefur varið þremur milljónum dollara í þróunarverkefnið.

Bíllinn byggir á undirvagni Rolls Royce og er með tveimur hljóðlátum rafmóturum m.a. þeirri stærstu rafgeymastæðu sem komið hefur verið fyrir í farþegabíl en hún vegur alls 640 kg. Um er að ræða fimm samtengda rafgeyma og með uppröðun þeirra er reynt að líkja eftir lögun og staðsetningu V12 vélarinnar og gírkassans sem eru þó að sjálfsögðu ekki lengur til staðar í bílnum.

Bíllinn er með tveimur, togmiklum rafmótorum en þeir eru 125 kílóvött. Þeir eru staðsettir ofan við afturöxul bílsins og knýja afturhjólin. Afkastageta þeirra er 388 hestöfl og snúningsvægið er 800 Nm. Ökudrægin í 102EX er nokkuð góð af rafbíl að vera eða alls 200 km sem er þó lítið meira en í Nissan Leaf. 

Það tekur alls 8 til 20 klukkustundir að endurhlaða rafgeymana, allt eftir gerð hleðslutækja og úttaka. Rolls Royce 102EX var frumsýndur á bílasýningunni í Genf í vor. Bíllinn verður prófaður á næstu mánuðum af efnafólki út um allan heim sem fyrir á Rolls Royce af hefðbundinni gerð.

Stikkorð: Rolls Royce