*

Hitt og þetta 12. febrúar 2013

Rómantísk hús fyrir bónorð

Ef þig langar að bera upp bónorð þá er hér listi yfir 10 rómantískustu húsin til að gera einmitt það.

Ef þú ert með trúlofunarhringinn í vasanum og ert tvístígandi um stað og stund þá hefur The Daily Telegraph tekið saman lista fyrir þig. 

Þú þarft reyndar að hoppa upp í flugvél og fara til Bretlands eða annarra landa. Og hugsanlega leigja þér bíl og keyra um sveitirnar. Með GPS tækið á lofti. En hvað gerir maður ekki fyrir ástina.

Í The Pear Tree Cottage hér að ofan eru til dæmis þrjú svefnherbergi og veglegur arinn. Í garðinum er upphituð sundlaug og fallegur stór garður. Hvað þarftu meira? 

Stikkorð: Bretland  • Bílaleigur