
Þýski lúxusbílaframleiðandinn Audi er aðalstyrktaraðili spænska stórliðsins Real Madrid í knattspyrnu. Með reglulegu millibili fá leikmenn og þjálfarar liðsins nýja bíla að gjöf frá Audi.
Um helmingur allra bílanna sem Audi færði leikmönnum og þjálfurum Real Madrid á dögunum var Audi Q7 jeppinn glæsilegi. Mætti halda að það snjóaði reglulega í nágrenni spænsku höfuðborgarinnar þar sem jeppinn þykir ákaflega góður í snjó og utanvega. Snillingurinn Cristiano Ronaldo valdi frekar sportlegri eiginleika því hann valdi sér Audi RS6 Avant. Ronaldo fer hratt yfir inni á vellinum og vill greinilega gera það sama í akstrinum.
Carlo Ancelotti, hinn ítalski þjálfari Real Madrid, valdi sér dýrasta bílinn, Audi A8 með 4,2 lítra TDI. Varnarmaðurinn sterki, Sergio Ramos, fékk sér Audi RS5. Sérstaka athygli vakti val Jesus Fernandez en hann var auðmýktin uppmáluð og fékk sér sparneytinn Audi A3 Sportback með tveggja lítra dísilvél.
Hér að neðan er listi yfir þá bíla sem leikmenn Real Madrid völdu sér:
Iker Casillas: Audi Q7 3.0 TDI
Cristiano Ronaldo: Audi RS6 Avant
Gareth Bale: Audi Q7 3.0 TDI
Sergio Ramos: Audi RS5
Carlo Ancelotti: Audi A8 4.2 TDI
Pepe: Audi Q7 3.0 TDI
Marcelo: Audi Q7 3.0 TDI
Xabi Alonso: Audi S7
Isco: Audi Q7 3.0 TDI
Álvaro Arbeloa: Audi SQ5
Karim Benzema: Audi SQ5
Diego López: Audi Q5 3.0 TDI
Asier Illarramendi: Audi Q7 3.0 TDI
Fabio Coentrao: Audi Q7 3.0 TDI
Sami Khedira: Audi Q7 3.0 TDI
Rafael Varane: Audi S3 Sportback
Carvajal: Audi Q5 3.0 TDI
Álvaro Morata: Audi SQ5
Ángel Di María: Audi Q7 3.0 TDI
Casemiro: Audi A7 Sportback 3.0 TDI
Jesé: Audi Q7 3.0 TDI
Nacho: Audi Q7 3.0 TDI
Luca Modric: Audi Q7 3.0 TDI
Jesús Fernández: Audi A3 Sportback 2.0 TDI