*

Bílar 10. ágúst 2020

Ronaldo keypti nýjan ofursportbíl

Knattspyrnumaðurinn Christiano Ronaldo keypti á dögunum ofurbílinn Bugatti Centodieci á 1,5 milljarða króna.

Róbert Róbertsson

Knattspyrnusnillingurinn Christiano Ronaldo er mikill bílaáhugamaður og á fjölmarga flotta ofurbíla í dótakassanum sínum. Nú hefur hann bætt nýjasta leikfanginu við en það er ofursportbíllinn Bugatti Centodieci.

Centodieci er nýr og gríðarlega öflugur sportbíll úr smiðju Bugatti sem kom á markað í fyrra. Aðeins 10 eintök eru framleidd af bílnum og nú hefur Ronaldo sem sagt fjárfest í einum slíkum samkvæmt fréttum ítalskra, þýskra og breskra fjölmiðla um helgina. 

Ronaldo borgaði 1,5 milljarða fyrir bílinn Centodieci í þessu mjög takmarkaða upplagi er einn dýrasti bíllinn á markaðnum í dag. Centodieci, sem þýðir 110 á ítölsku, er með 8 lítra V16 vél sem skilar alls 1600 hestöflum eða um 100 meira en Chiron. Sportbíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 2,4 sekúndum. Ronaldo mun fá bílinn afhendan í byrjun næsta árs og mun hann án efa njóta þess að aka þessum magnaða bíl í og í nágrenni við Torino þar sem hann býr en hann leikur hann sem kunnugt er með ítölsku meisturunum Juventus.

Nýi bíllinn er sá dýrasti af mörgum sem Ronaldo hefur keypt. Knattspyrnuhetjan er mjög hrifinn af Bugatti en fyrir á hann bílanna Chiron og Veyron frá franska sportbílaframleiðandanum. Þá á Ronaldo m.a. Lamborghini Aventador og Ferrari. Ronaldo finnst gaman að keyra hratt og þessir sportbílar uppfylla þarfir kappans enda engir letingjar hér á ferð með öll þessi hestöfl í vopnabúrinu.