*

Menning & listir 10. febrúar 2013

Roth-feðgar og Ragnar í New York

Gólfflötur frá Mosfellsbæ er nú til sýnis í galleríi í New York. Spölkorn frá er sýning Ragnars Kjartanssonar á verkinu The Visitors.

Í virtu galleríi í New York gefur nú að líta um 60 fermetra gólfflöt frá Mosfellsbæ sem búið er að stilla upp til sýnis og er það eitt af því fyrsta sem blasir við í nýju og rúmlega 2200 fermetra sýningarrými Hauser & Wirth á Manhattan. Flöturinn er úr stúdíói listamannsins Dieter Roth, sem er Íslendingum mjög vel kunnur eftir að hafa starfað lengi hér á landi. Hann vann undir það síðasta náið með syni sínum, Birni Roth.

Spölkorn frá sýningu Roth-feðganna var svo önnur einkasýning Ragnars Kjartanssonar opnuð fyrir viku hjá Luhrig Augustine, en hann hefur notið vaxandi velgengni vestanhafs upp á síðkastið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.