
Verkefnið hans Almars Alfreðssonar, Jón í lit, var upphaflega jólagjöfin árið 2010 til fjölskyldunnar og varð hann formlega til þá. Almar hefur í nógu að snúast með Jón í lit og koma háanna tímar þar sem ekki er hægt að svara eftirspurn eftir Jóni.
Í júní 2011 var Almar beðinn um að halda litla sýningu með plöttunum litríku í tilefni 200 ára afmæli Jóns og fékk sýningin nafnið Jón í lit. Hún samanstóð af 20 fallegum litum, í samhengi við að hann hefði orðið 200 ára. Í dag býður Almar upp á 36 litli. Sumir litir hafa verið seldir í takmörkuðu upplagi en Jón hefur verið til í rúmlega 40 litum heilt yfir og eru nokkrir sem eiga alla litina frá upphafi.
Gefur þú alltaf út nýja liti í tengslum við Akureyrarvöku?
"Við gefum alltaf út nokkra nýja liti á ári og í fyrra byrjuðum við á því að gefa út lit í takmörkuðu upplagi sem frumsýndur var í Sjoppunni á Akureyrarvöku. Það uppátæki sló í gegn og ákváðum við að gera það sama í ár en valið var erfitt og ákváðum við því að gefa út tvo liti að þessu sinni. Appelsínubleikur kemur í takmörkuðu upplagi og fæst aðeins hjá okkur og Royal rauður sem er 36. liturinn í litaflóru Jóns í lit og kemur í verslanir fljótlega," segir Almar.