*

Hitt og þetta 18. apríl 2006

Rue de Net og Skýrr í náið samstarf

Rue de Net ehf. og Skýrr hf. hafa undirritað samning um almennt samstarf og sölu lausna hvor annars hvað snertir viðskiptalausnir og þróunarumhverfi Microsoft. Fyrirtækin hyggjast taka sameiginlega þátt í verkefnum og útboðum þar sem styrkleikar beggja nýtast.

?Við bindum miklar vonir við samninginn og væntum mikils af honum. Samstarfið við hinn öfluga hóp sérfræðinga Rue de Net veitir okkur ákveðið forskot í samkeppni á hörðum markaði. Þekkingin sem Rue de Net býr yfir er ákveðin viðbót við okkar styrkleika og gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum enn betri og fjölbreyttari þjónustu," segir Pálmi Hinriksson, framkvæmdastjóri Viðskiptalausna Skýrr í tilkynningu félagsins.

?Skýrr er stórt og öflugt fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og ætlar sér stóra hluti á markaði fyrir Microsoft-viðskiptalausnir. Skýrr hefur nú þegar innanborðs stóran hóp metnaðarfullra Microsoft-sérfræðinga. Náið samstarf við fyrirtæki af þessari stærðargráðu gefur okkur aukin sóknarfæri með vörur okkar og færir ákveðinn stöðugleika í starfsemina," segir Alfred B. Þórðarson framkvæmdastjóri Rue de Net.

Rue de Net er sölu- og þjónustuaðili fyrir Microsoft Dynamics NAV (áður Microsoft Navision). Rue de Net hefur frá byrjun árs 2004 sérhæft sig í samhæfingu Microsoft Dynamics NAV-lausna við .NET-þróunarumhverfið. Fyrirtækið hefur á að skipa sérfræðingum á sviði greiningar, hönnunar, þróunar og innleiðingar viðskiptalausna með Dynamics NAV og .NET-tækninni.

Þekktasta lausn Rue de Net er hugbúnaðurinn NET?Conductor sem myndar nokkurs konar brú milli Microsoft Dynamics-viðskiptalausna og .NET-þróunarumhverfis Microsoft. Búnaðurinn gerir Dynamics kleift að eiga hnökralaus samskipti við annan hugbúnað sem hannaður er fyrir .NET staðalinn. Einnig er Rue de Net endursöluaðili fyrir skýrslugerðarkerfið JetReports fyrir hönnun á skýrslum og skilgreind forsnið fyrir stjórnendaupplýsingar.