*

Hitt og þetta 21. september 2006

Ruslpóstur er 90% alls tölvupósts

Dag hvern fara 30 milljarðar tölvupóstskeyta manna á milli og áætlar stofnandi Spamhaus fyrirtækisins, Steve Linford, að um 90% þeirra séu sk. ruslpóstur (e. spam, junk mail). Almennir notendur verða ekki varir við nema brot af ruslinu því í mörgum tilfellum eru drjúgur hluti hans stöðvaður hjá þjónustuaðila.

Ekkert lát virðist vera á og eru bundnar vonir við að yfirvöld muni setja lög sem takmarki rétt sendenda ruslpósts. Evrópusambandið hefur verið að skoða setningu reglna til að stemma stigu við síauknu magni ruslpósts, en hann veldur fyrirtækjum og einstaklingum töluverðum kostnaði.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is