*

Ferðalög & útivist 19. september 2013

Versta þjónustan hjá Ryanair

Ryanair er með verstu þjónustuna þegar litið er á 100 stærstu fyrirtæki í Bretlandi samkvæmt könnun í bresku tímariti.

Tímaritið Which? bað neytendur að gefa 100 stærstu fyrirtækjum Bretlands einkunn. Horft var til þjónustu fyrirtækja, visku starfsmanna, viðmót og hvernig það fór að því að leysa úr verkefnum.

Ryanair skoraði lægst eða fékk tvær stjörnur af fimm í hverjum flokki og náði því aðeins 54% út úr spurningalistanum. Símafyrirtækið TalkTalk og Npower voru í 98. sæti og með 59%.

Í tímaritinu segir að farþegar séu greinilega sammála Michael O´Leary forstjóra Ryanair sem segir að þeir leggi meiri áherslu á lág verð heldur en góða þjónustu.

Allra ósáttustu neytendurnir sögðu starfsfólk Ryanair dónalegt og ruddalegt við farþega. Einn sagði að hann mundi frekar borga tíu þúsund krónum meira fyrir farmiðann og láta koma fram við sig eins og manneskju.

The Telegraph segir frá málinu í dag á vefsíðu sinni

Stikkorð: Flug  • Ryanair  • Vonbrigði  • Örvænting  • Ógeð