*

Bílar 20. janúar 2015

Sá kraftmesti frá Cadillac

Nýr Cadillac CTS-V er með 6,2 lítra V8 vél sem skilar alls 640 hestöflum.

Róbert Róbertsson

Nýr Ca­dillac CTS-V hefur vakið mikla athygli á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Þessi bíll er gríðarlega kraftmikill og sá aflmesti sem Cadillac hefur framleitt í 112 ára sögu fyrirtækisins.

Bíllinn er með 6,2 lítra V8 vél sem skilar alls 640 hest­öflum og hámarkstogið er hvorki meira né minna en 630 Nm . Bíllinn er ekki nema 3,7 sek­únd­ur úr kyrrstöðu í hundraðið. Há­marks­hraðinn er 310 km á klst og með MRC fjöðrun­ar­kerf­inu er hann betri akst­urs­bíll en áður.

Mikið er lagt í bílinn og talsverður lúxus er innanborðs. Cadillac ætlar með þessum bíl að etja kappi við þýsku lúxusbílamerkin Mercedes-Benz, BMW og Audi.

Stikkorð: Cadillac
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is