*

Bílar 25. janúar 2017

Sá öflugasti frá Bentley

Bentley hefur sent frá sér nýjustu og jafnframt öflugustu gerðina af Continental lúxusbílnum.

Breski lúxusbílaframleiðandinn Bentley hefur sent frá sér nýjustu og jafnframt öflugustu gerðina af Continental lúxusbílnum. Sá ber heitið Bentley GT Supersports og fer þar öflugasti bíll sem Bentley hefur nokkurn tíma smíðað.

Bíllinn er með W12 vél með forþjöppum sem skila 700 hestöflum, eða 79 hestöflum meira en forverinn. 
Hann er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið sem er ekki slæmt. Bentley Continental GT Supersports er með hámarkshraðann 336 km/klst. Hann færi því létt með að stinga flesta af ef áhugi væri á því. Bíllinn er fjórhjóladrifinn. Pústkerfið er úr titanium og því hefur tekist að létta jeppann um 5 kíló. Bíllinn er eins og sannur Bentley búinn miklum lúxus og þægindum í innanrýminu sem er ekki af slakari kantinum.

Stikkorð: Bentley  • lúxusbíll  • Continetnal