*

Bílar 15. júní 2014

Saab gæti orðið indverskt

Indverska fyrirtækið er Mahindra & Mahindra er talið áhugasamt um að kaupa Saab.

Eig­end­ur bíla­fram­leiðand­ans Saab eru í fjár­hags­leg­um erfiðleik­um og leita því kaup­end­a. En nú hefur indverskt fyrirtæki sýnt áhuga á að kaupa fyrirtækið. Þessu greinir Morgunblaðið frá.

Kín­verska fyr­ir­tækið Nevs keypti þrota­bú Saab árið 2012 og lofaði að leggja til fé til að hefja fram­leiðsla á ný.

Í fyrra hófst fram­leiðsla á einni teg­und í verk­smiðjum Saab í Troll­hätt­an í Svíþjóð, og áætlunin var að hefja fram­leiðslu á raf­magns­bíl nú í ár. Hins vegar stóðurst þær áætlanir ekki, og segja for­svars­menn Nevs að aðrir fjár­fest­ar hafi ekki staðið við gef­in lof­orð.

Ind­verska fyr­ir­tækið Mahindra & Mahindra er talið áhugasamt um að kaupa fyrirtækið. Það er með 100 þúsund starfs­menn í alls 100 lönd­um. Þeir sýndu þrota­búi Saab mik­inn áhuga árið 2012 þegar Nevs keypti fyr­ir­tækið, og hafa staðið á hliðarlín­unni síðan og fylgst áhuga­sam­ir með fyr­ir­tæk­inu.

Stikkorð: Saab