
Sænski bílaframleiðandinn Saab hefur sagt upp 155 starfsmönnum, sem er tæplega þriðjungur starfsfólksins.
Fyrirtækið hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum að undanförnu og var keypt af kínverska fyrirtækinu Nevs (National Electric Vehicle Sweden) árið 2012 eftir að hafa óskað eftir að vera tekið til gjaldþrotaskipta.
Í tilkynningu frá Saab kom fram að uppsagnirnar hefðu verið nauðsynlegar vegna skorts á vinnu.