*

Menning & listir 13. desember 2015

Sækja á hótelbransann

Hönnunar- og textílfyrirtækið Scintilla hefur vaxið hratt undanfarin ár, ekki síst vegna aukinnar sölu á vefnaðarvöru til hótela.

Scintilla var stofnað af Lindu Björgu Árnadóttur fata- og textílhönnuði árið 2010 og er því að verða fimm ára gamalt. Á undanförnum árum hefur Scintilla vaxið hratt og tekið vissum breytingum. Nýir eigendur hafa komið inn í félagið og það hefur skapað sér sess á hótelmarkaði.

Sigrún Guðný Markúsdóttir, framkvæmdastjóri Scintilla, segir í samtali við Viðskiptablaðið að í upphafi hafi ætlunin verið að hanna og bjóða upp á vandaðar heimilisvörur, rúmföt, handklæði og svo framvegis. Í upphafi síðasta árs hafi hins vegar ákveðin stakkaskipti orðið í rekstrinum, þegar fyrirtækið hóf að selja vörur af þessu tagi til hótela og gistiheimila.

„Velta fyrirtækisins þrefaldaðist á öðru ári rekstrar, eða á árinu 2012. Á árinu 2013 var lítil aukning en veltan þrefaldaðist aftur 2014. Áætlað er að veltan frá 2014 til 2015 muni tvöfaldast á milli ára. Nú eru um 70% veltunnar að koma frá viðskiptum við hótel og gistiheimili. Við erum í viðskiptum við tæplega 40 slíka aðila og þeim fjölgar stöðugt,“ segir Sigrún.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Scintilla