*

Hitt og þetta 12. október 2017

Saga Jóhönnu: „Minn tími“

Ævisaga Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra eftir Pál Valsson kemur út í næsta mánuði.

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar verður umfjöllunarefni bókar eftir Pál Valsson sem kemur út í næsta mánuði.

Jóhanna sýnir forsíðu bókarinnar á facebook síðu sinni, en fyrirsögnin er vísun í lokaorð hennar frá því að hún tapaði í formannskjöri Alþýðuflokksins gamla gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni.

Síðar yfirgaf Jóhanna Alþýðuflokkinn og stofnaði Þjóðvaka þar sem hún sagði að sinn tími væri kominn, en sá flokkur rann loks inn í Samfylkinguna við eina af mörgum tilraunum til sameininga á vinstrivæng íslenskra stjórnmála.