*

Bílar 19. apríl 2012

Porsche 911 í næstum hálfa öld

Bíllinn hét í byrjun 901. Hefur verið einn eftirsóttasti sportbíllinn í 49 ár.

Ferdinand Alexander Porsche lést í byrjun mánaðarins. Hann gerði fyrstu drögin að Porsche 911 árið 1959. Bíllinn leit svo dagsins ljós á bílasýningunni í Frankfurt árið 1963 en vélin í hann var ekki tilbúin fyrr en ári síðar og fór bíllinn þá í framleiðslu.

Upphaflega fékk bíllinn númerið 901 og tók hann við Porsche 356 sem var fyrsti bíllinn frá bílaframleiðandanum í Stuttgart. Deilur við franska bílaframleiðandann í Peugeot, sem taldi sig hafa einkarétt á þriggja númera nafni með núlli í miðjunni, ollu því að nafninu var breytt í 911. Annars hefði þurft að selja bílinn undir öðru nafni í Frakklandi. Því voru aðeins 82 bílar smíðaðir sem 901.

Bíllinn var mun stærri, kraftmeiri og búinn meiri þægindum en 356 og hefur notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi en nýjasta kynslóð bílsins var kynnt í Frankfurt í fyrra. Keppnisútgáfan af 911 fékk nafnið 912.

Fyrsta árgerðin af 911 var með 2 lítra vél sem gaf aðeins 128 hestöfl. Tveimur árum seinna var hún orðin 158 hestöfl en öflugasta vélin sem 2012 árgerðin af 911 er með er 500 hestafla vél. Fram til ársins 1999 voru vélarnar loftkældar en eru nú vatnskældar.

 

Hönnuðurinn með módel af meistaraverkinu.

Svona leit 911 bíllinn út í upphafi. Eða 901 eins og hann var fyrst kallaður.

Porsche 911 Targa árgerð 1967.

Porsche 911 Carrera árgerð 1976.

Porsche 911 Turbo árgerð 1978.


Porsche 911 Turbo árgerð 1985.


Porsche 911 Carrera árgerð 1991.

Porsche 911 Carrera árgerð 1997.

Porsche 911 Carrera 4s árgerð 2002.

Porsche 911 Carrera 4 árgerð 2007.

Porsche 911 Carrera 4 árgerð 2007.

Porsche 911 Carrera 4 árgerð 2007.

Porsche 911 Targa 4 árgerð 2010.

Porsche 911 Carrera  árgerð 2012.


Porsche 911 Carrera  árgerð 2012.


Stikkorð: Porsche  • Porsche 911