*

Sport & peningar 2. júní 2014

Sakar Katar um spillingu

Formaður enska knattspyrnusambandsins vill svipta Katar réttindum til að halda HM 2022.

Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins vill að Katar verði svipt réttinum til þess að halda Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022. Ástæðan er sú að komið hefur í ljós að ríkið greiddi afrískum ríkjum milljónir dollara i aðdraganda að atkvæðagreiðslu sem fram fór um hvar ætti að halda mótið.

Dyke segir að ferlið við val á HM 2022 hafi verið spillt og það þyrfti að endurskoða. Hann segir að fundist hafi tölvupóstar sem sýni að mikið fé hafi verið flutt á milli afríska leiðtoga í knattspyrnuheiminum fyrir og eftir að greidd voru atkvæði um staðsetningu HM 2018 og 2022.

Jim Boyce, einn af varaforsetum alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA,  hefur tekið undir kröfum hans. 

Telegraph greinir nánar frá þessu. 

Stikkorð: Greg Dyke