*

Tölvur & tækni 14. maí 2015

Saknar íslensks talgreinis

Steingrímur Árnason, löngum kenndur við Apple og nú fjárfestir í London, beið ekki boðanna og fékk sér Apple Watch.

Það var strax ljóst af pakkningunni, að Apple er komið í hóp munaðarvöruframleiðenda. Sérsniðinn kassi úr hvítu, háglansandi plasti með Apple merki blasti við þegar hvít pappaaskja hafði verið opnuð.

Eftir nokkrar tilraunir til að para úrið við símann með 4G tengingu í aftursæti leigubíls kom í ljós að WiFi þurfti til. Skil það raunar illa og býst við því að slíkar misfellur verði skjótt slípaðar af. Sjónarspilið við uppsetningu úrsins á sér enga hliðstæðu og því auðvelt að fyrirgefa þá yfirsjón. Þegar úrið hafði loks verið parað þurfti auðvitað að uppfæra forritin á símanum svo þau gætu sent tilkynningar og gögn í úrið. Hefði mátt vera alsjálfvirkt, en gekk svo sem snurðulaust fyrir sig.

En þá lifnaði líka úrið við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Apple  • Iphone  • Apple Watch