*

Bílar 5. febrúar 2017

Saknar karakters gömlu bílanna

Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum, er mikill áhugamaður um bíla.

Róbert Róbertsson

Ég er alinn upp í bílum, einkum langferðabílum enda starfaði faðir minn sem bílstjóri og bílaviðgerðarmaður. Hann er reyndar menntaður vélvirki en gerði mest við bíla og keyrði lengi áætlunarbíl milli Reykjavíkur og Hellissands. Stundum var maður látinn skrölta með í áætlunina þegar maður var lítill.

Þetta var nú töluvert ferðalag í þá daga, Hvalfjörðurinn var drjúgur og vegurinn á Mýrum alltaf leiðinlegur. Ég var alltaf bílhræddur og oft bílveikur líka og ég kveið alltaf Hvalfirðinum,“ segir Lárus og brosir. „Það tók samt steininn úr að fara fyrir Enni eins og það var kallað að keyra Ólafsvíkurennið. Þeir sem kynntust ekki gamla veginum fyrir Enni vita ekki hvað vegur er. Ólafsvíkurenni er þverhnípt bjarg í sjó fram og gamli vegurinn var höggvinn í bjargið, mjó ræma sem var vart breiðari en áætlunarbíllinn. Svo runnu sandurinn og steinarnir stöðugt úr bjarginu. Oft heyrði maður þá dansa á þakinu á rútunni þegar farið var fyrir Enni.

Í dag er lítið eftir af þessum vegi held ég, náttúran hefur séð um að hreinsa burt ummerki hans. Ég hafði ekki mikinn áhuga fyrir bílum þegar ég var strákur ekki nema gömlum bílum. Þótt pabba hafi ekki tekist að smita mig af bíladellu þá held ég að hann hafi samt plantað fræi sem blómstraði síðar.“

Ladan komst allt

Fyrsti bíll Lárusar var eldrauð Lada Sport árgerð 1986. „Pabbi fékk hana reyndar gefins af Guðna konrektor í MR, bíllinn hafði staðið óhreyfður lengi og Guðni sagði að pabbi mætti eiga hann ef hann kæmi honum í gang.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Bílar sem fylgir nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.