*

Hitt og þetta 7. september 2005

Sala á fartölvum nær nýjum hæðum

Samkvæmt tölum frá IDC (International Data Corporation) hefur hlutfall fartölva í heildarsölu PC tölva aldrei verið hærra en það náði á 2. ársfjórðungi 30% á heimsvísu. Talið er árið 2008 verði fartölvusalan komin í 50%. Söluaukning í PC tölvum á 2. ársfjórðungi þessa árs nam 18% en alls seldust 47.5 milljónir tölva á þessu tímabili, 14.3 milljónir fartölva og 31.6 milljónir borðtölva.

Söluaukningin í fartölvum er liðlega 30% milli ára en 13% í borðtölvum.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.