*

Matur og vín 27. október 2013

Sala á Sómasamlokum háð veðri

Í góðu veðri gæðir fólk sér frekar á Sómasamlokum. Desember er rólegastur í samlokusölunni.

Sala á samlokum fer eftir veðri. Þegar það er sól þá kaupir fólk sér samlokur, að sögn Arnþórs Pálssonar, eiganda Sóma.

Arnþór segir að þeir hjá Sóma hafi séð mun í sumar á sölu vegna þess að lítið var um sólardaga. „Í júlí er mesta salan hjá okkur en í sumar sáum við mun enda veðrið ekki gott. Þetta er eins í Bretlandi þar sem er mikil samlokumenning, þeir tala um þetta líka þar að það sé meiri sala þegar veður er gott,“ segir Arnþór. Hann segir Roast beef-samlokuna vinsælustu samlokuna, í öðru sæti kemur rækjusalatið og síðan hangikjötið.

En hvenær er rólegast að gera í samlokunum hjá Sóma? „Það er desember og líka janúar og febrúar. En annars er merkilega jöfn sala yfir árið þó við sjáum smá mun á veturna og sumrin.“

Stikkorð: Sómi