*

Veiði 20. maí 2013

Sala á veiðikortunum að hefjast

Veiðikortið veitir veiðimönnum nær ótakmarkaðan aðgang að 35 vötnum vítt og breitt um landið.

„Salan veltur á veðri og sumarið er fyrst núna að byrja svo að þetta hlýtur allt að fara í gang með því,“ segir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Veiðikortsins. Veiðikortið veitir veiðimönnum nær ótakmarkaðan aðgang að 35 vötnum vítt og breitt um landið auk endurgjaldslauss leyfis til að tjalda við mörg þeirra.

Veiðikortið er nú að hefja sitt níunda starfsár og vekur Ingimundur athygli á því að búið sé að bæta Elliðavatni við sem geti hentað veiðiþyrstum borgarbúum vel.

Stikkorð: Veiðikortið