*

Bílar 12. nóvember 2013

Sala á Volkswagen eykst

Sala á Volkswagen jókst í Kína en dróst saman í Evrópu.

Sala á Volkswagen jókst um tvö prósent í október, þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Þetta segir í frétt Reuters. 511,400 bílar voru seldir í október.

Sala fyrstu tíu mánuðina jókst um 3-4 prósent og nemur rétt tæplega 4,9 milljónum eintaka. Salan jókst í Kína en dróst saman í Evrópu.

Búist er við því að sölutölur fyrir Audi og Porsche verði birtar síðar í vikunni. 

Stikkorð: Volkswagen