*

Sport & peningar 10. október 2010

Salan á Liverpool í uppnámi

Fyrrum eigendur félagsins, Hicks og Gillett, er andsnúnir sölunni til NESV

Eignarhaldsfélagið New England Sports Ventures (NESV), sem á Red Sox hafnarboltaliðið í Boston, keypti Liverpool í síðustu viku fyrir 300 milljónir punda.

Nú eru kaup NESV komin í uppnám en forsvarsmenn þess sögðu í kvöld að þeir myndu rifta kaupunum á Liverpool ef Royal Bank of Scotland (RBS) fer fram á greiðslustöðvun á félaginu. Afleiðing greiðslustöðvunar yrði sú að Liverpool myndi missa 9 stig í deildarkeppninni. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Royal Bank of Scotland er alvarlega að íhuga að setja Liverpool í greiðslustöðvun vegna 237 milljón punda láns ef endurfjármögnun næst ekki fyrir föstudag. Ástæðan er sú að lögfræðingar bankans telja það nauðsynlegt til gæta hagsmuna bankans vegna deilna um söluna.

Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool, mun í vikunni reyna að ljúka sölunni til NESV. Æðri dómstóll mun taka málið fyrir en fyrrum eigendur félagsins, Hicks og Gillett, eru ósáttir við söluna til NESV og reyna að koma í veg fyrir hana þar sem þeir myndu tapa 144 milljónum punda gengi salan eftir. Miklar líkur eru taldar á að Hicks og Gillett áfrýji niðurstöðunni, verði hún þeim ekki í hag, og þá mun málið dragast enn frekar á langinn og óvissan um framtíð Liverpool aukast enn frekar.

Stikkorð: Liverpool