*

Bílar 17. júlí 2018

Salan svipuð og í fyrra

Sala til einstaklinga og fyrirtækja hefur verið góð það sem af er ári þó að heildarsala á nýjum bílum hafi aðeins minnkað að sögn Hlyns Ólafssonar, sölustjóra fyrirtækjasviðs Toyota.

Í vörulínu Toyota má finna margar skemmtilegar lausnir fyrir fyrirtæki allt frá Aygo smábílum upp í langa Proace sendibíla. Með tilkomu Proace og Proace Verso sem er allt að níu manna fólksflutningabíll hefur framboð öflugra atvinnubíla aldrei verið betra hjá Toyota að sögn Hlyns. Hann segir að með eftirfarandi bifreiðum fylgi 2 ára þjónustupakki með í kaupunum sem inniheldur smurþjónustu og þjónustuskoðanir fyrstu tvö árin eða upp að 30.000 km. og 40.000 km á Proace/Proace Verso.

Torfæruþjarkur með lúxusbrag

Stórir jeppar og vinnubílar Toyota spila stórt hlutverk á fyrirtækjasviðinu að sögn Hlyns.

,,Toyota Land Cruiser er torfæruþjarkur með lúxusbrag en hann hefur verið kallaður ,,Íslandsjeppinn“. Toyota Hilux kemur sterkur inn á vinnubílamarkaðinn. Hann er með 2,4 lítra dísilvél sem skilar 150 hestöflum og er með 400 Nm togkraft. Hilux er með burðargetu uppá 1.040 kg og dráttargetu upp á 3.200 kg. Þetta stenst enginn,“ segir Hlynur brosandi.

„Proace er vinsæl í atvinnubíladeildinni. Proace kemur í nokkrum útfærslum, sem hefðbundinn sendibíll í mismunandi stærðum og einnig sem fjölskyldubíll og til farþegaflutninga. Allir Proace-bílarnir eru með svokallaða ,,smart cargo“ lúgu þar sem hægt er að opna á milli farangursrýmis og farþegarýmis. Burðargetan er frá 1.000 kg til 1.460 kg með dráttargetu frá 1.800 kg til 2.500 kg.” 

Nánar er fjallað um málið í Atvinnubílar, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér