*

Sport & peningar 25. maí 2014

Sam á lágmarkslaunum

Michael Sam fær 2,2 milljónir dala á þremur árum.

Laun nýliða í NFL-deildinni fara hríðlækkandi því síðar sem þeir eru valdir í nýliðavalinu. Síðasti maðurinn í fyrstu umferð valsins, leikstjórnandinn Teddy Bridgewater, sem fór til Minnesota Vikings, mun fá um 6,8 milljónir dala á samningstímanum samkvæmt Forbes.

Michael Sam var valinn af St. LouisRams í síðustu umferð valsins og fær því lágmarkslaun að fjárhæð um 2,2 milljónir dala á þremur árum. Hafa ber hins vegar í huga að til að sjá nokkuð af þessum peningum verða ungu mennirnir að komast í viðkomandi lið í haust. Þó að þeir hafi verið valdir í nýliðavalinu eru þeir ekki komnir í liðin. Það ræðst ekki fyrr en að loknu æfingatímabili í sumar hverjir verða með og hverjir ekki og alls ekki er óalgengt að nýliðar séu skildir útundan fyrir byrjun leiktímabilsins.

Meira um málið í Viðskiptabaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: NFL-deildin