*

Hitt og þetta 23. september 2013

Sameinuðu þjóðirnar fá yfirhalningu

Hollensk yfirvöld bjóða starfsfólki Sameinuðu þjóðanna upp nýja og flotta setustofu í höfuðstöðvunum í New York.

Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í þessari viku geta fulltrúar og sendiherrar hvílt lúin bein á milli funda í nýrri setustofu.

Setustofan sem er gamla „North Delegates Lounge“ hefur fengið yfirhalningu og er hún í boði hollenskra yfirvalda. Setustofan opnar formlega á miðvikudaginn en það eru hollensku hönnuðirnir Rem Koolhaas og Hella Jongerius sem höfðu umsjón með verkefninu.

Í nýja rýminu er lögð áhersla á útsýni og því var heil hæð fjarlægð til að stækka gluggana. Gardínurnar eru úr garni og í þeim eru 30 þúsund leirkúlur. Myndir má sjá í myndasafninu hér að ofan og enn fleiri myndir á Gizmodo.com hér.